Menntaskólinn í Reykjavík

Auðvitað er það gerlegt að hafa sérstakar reglur fyrir Menntaskólann í Reykjavík, þ e a s ef vilji er fyrir hendi. Það væri alla vega ekki neitt mannréttindabrot að hafa það fyrirkomulag. Einfaldast væri að sjá hvort nemendur mundu sækjast eftir náminu eða ekki. Það er alls ekki gefið mál að bezti árangurinn fáist með því að steypa alla í sömu mót. Merkilegt að heyra að talsmaður frelsisins til þess að velja námsleiðir sé vinstri græn en andstæðingurinn "frjálslyndur" en kerfisbundinn íhaldsmaður!

Gunnar Benediktsson


mbl.is Deilt um styttingu náms til stúdentsprófs á þingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ingólfur skal greiða!

"Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt Ingólfi Helgasyni, fyrrverandi bankastjóra Kaupþings á Íslandi, til að greiða rúmlega einn milljarð króna, auk dráttarvaxta, vegna lána sem hann tók hjá Kaupþingi á árunum 2005-2007." Héraðsdómur hefur ekki dæmt Ingólfi .. til að greiða þ heldur Ingólf til að greiða eða Ingólfi að greiða! Á þessu er allur munur!

Prins Polo neyzla Ómars Ragnarssonar

Til þess að neyta 50 tonna af Prins Polo á 55 árum verður vikuleg neyzla að vera í kringum 20 kg eða 3 kg á dag. Það er varla trúlegt að Ómari hafi tekizt að vinna þetta afrek en hugsanlegt að hann hafi neytt ca 5 tonna - sem út af fyrir sig er auðvitað "afrek" líka!

Gunnar B


Svíar sigruðu keppnina!

Að sjálfsögðu sigruðu ekki svíar keppnina heldur sigruðu í keppninni!

Ég á alla vega erfitt með að sjá að keppnin hafi legið eftir á vellinum - gjörsigruð!


Vísitala lúðu!

 Stofnvísitala lúðu getur  ekki ori 40  sinnum lægri en árin 1985-1986 heldur er gildið nú 1/40 af fyrra gildi!

 Gunnar Benediktsson


mbl.is Ekki verið hærri síðan 1985
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Johnny Depp!

Johnny Depp vill að hann verði settur í viskí tunnu í jarðaförinni sinni. Honum langar að syrgjendur geti síðan drukkið úr henni.

Auvitað á að standa: Hann langar til að syrgjendur geti ... og ekkert annað!


Vuistiner sigraði hlaupið!

Sá ágæti Vuistiner sigraði í hlaupinu ekki ekki sjálft hlaupið! Kunna menn ekki lengur íslenzku á Morgunblaðinu?


Abbas Rezai var ekki kona!

Sá sem var myrtur var drengurinn sem dóttirin var í týgjum við. Foreldrarnir kenndu svo syni sínum um morðið - og hann hefur afplánað dóm fyrir morðið.
mbl.is Svíar rannsaka þvinguð hjónabönd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Beygingin á nafni Eiðs Smára!

Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi ekki Eið Smára Guðjohnson fyrir eitt né neitt heldur dæmdi Eiði Smára Guðjohnsyni í  vil í meiðyrðamáli, sem hann höfðaði á hendur ritstjórum og blaðamanni DV. Dómurin var í "þágu" hans (Eiði (þágufall)) en hann var ekki "þolandi" (Eið (þolfall)!

"Samkvæmt dómum eiga blaðamennirnir að greiða "Eið" 400 þúsund krónur í miskabætur og hver um sig 150 þúsund króna sekt í ríkissjóð."!!!!!!!!!!

Morgunblaðið skall greiða jafnháa sekt í Málverndarsjóð!

 

 

Gunnar Benediktsson

 

 
mbl.is Eiður Smári fær miskabætur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sundurritun!

 "eigendur frístunda húsa í dalnum hugi"  Hverjir "eiga" frístundirnar?

Næsta síða »

Um bloggið

Gunnar Benediktsson

Höfundur

Gunnar Benediktsson
Gunnar Benediktsson

Færsluflokkar

Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.7.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband